Verkstæðið er í bílskúrnum í Úthaga 13, Selfossi og ég er stundum að dunda á verkstæðinu mánudaga til fimmtudaga.
Ath: Ég er hættur að taka verkefni í sumar – frá og með næstu mánaðamótum, Mars-Apríl. Ég mun vinna upp, það sem komið var inn og skila af mér.
Á föstudögum er lokað.
Þá sinni ég kennslu í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Rafeindavirkjun og handverk. Það tekur föstudaginn til hliðar hjá mér.
Í hádeginu erindast ég stundum og er þá ekki á staðnum.
Þess utan eftir samkomulagi en þá er best að hringja á undan sér í síma 699-7684, athugið þó að ég er einn af þessum sem ekki er með samgróning við símann minn. Síminn er geymdur á vinnuborðinu.
eða á e-mail: verksted@tubes.is
Maggi