Magnarar teknir í yfirhalningu

Með yfirhalningu er magnarinn nánast gerður eins og hann var nýr.   

Ýmsir íhlutir í honum eldast verr en aðrir.    Þar eru helst að nefna electrolyt þétta sem eitthvað spennuálag er á,  t.d. í filteringum og þvílíkri notkun.

Electrolyt þéttar í Signal-path halda sér, sumir hverjir, betur.

Þéttar framleiddir í dag eru í sumum tilfellum, (ekki öllum) betri en þeir gömlu.  Þess má líka geta að allir electrolyt þéttar í tækjum sem ekki eru í notkun um langan tíma, geta skemmst.

Stundum er skipt um transistora,  sérstaklega framarlega í magnaranum vegna suðeiginleika.   Sumar gerðir transitora suða meira en aðrar.

Skipt er um s.k. tantalium þétta („electrolyt þéttar í blobbu“) sem gjarnan eru með fremstu íhlutum í hverri mögnunareiningu.  (viðkvæmt merki)

Stóru filterþéttarnir í spennugjafanum eru sérstaklega skoðaðir.   Þaðan fær jú magnarinn aflið.   Þeir mega ekki missa rýmd.   Þá getur farið að vanta „úmpfið“ í magnarann.    Að sama skapi þarf að skoða spennustýringar (reguleringar) í spennugjafanum,   þar er oft nauðsynlegt að skipta um transistora.

í öllum tilfellum þarf að fara yfir og endurnýja lóðningar.   Sérstaklega þarf að fara yfir útgangstransistorana vel og allt sem þeim tengist.   Alls staðar sem mikil straumhögg eru í rásum er hætta á að lóð-tinið gefi sig.   Þar þarf að hreinsa upp með sog-þræði og lóða upp á nýtt.

Sundurtekinn

Að framkvæma þetta verk krefst talsverðar kunnáttu og leikni í rafeindafræði. 

Þetta er gert í nokkrum verkþáttum.   Alltaf virkniprófað milli þátta.   Hver virkniprófun getur varað í allt að tveimur tímum.

 

  • Magnarinn metinn almennt og útlitslega.  Hvort þetta borgi sig yfirleitt
  • Virkniprófaður,  þar er horft til tíðnisvörunar, suðs, bjögunar og útgangsafls. 
  • Teknar grunnmyndir af öllum rásum, tengingum og víringum. 
  • Service Manuall yfirfarinn (teikningarnar)  og viðkvæmustu punktar fundnir.  Aldrei er átt við magnara á þennan hátt öðru vísi en fyrir liggi allar teikningar.
  • Þá er komin sk. baseline fyrir verkið. 

Höfum í huga að frá blómatíma svona almennilegra magnara, voru hönnuðir oft býsna glúrnir að finna góðar lausnir og velja íhluti vel.

Ég er ekki fylgjandi þeirri skoðun sumra að „re-cappa“ alfarið.  Það þarf ekki alltaf að skipta út þéttunum.   Þetta vil ég meta í hverju tilfelli.

Maggi

 

Fujifilm instax mini 12 myndavél

Við vorum að kaupa eina svona til prufu.   Við ætlum að nota hana við fermingar og giftingar sem framundan eru hjá okkur.   

Sumum finnst það skemmtileg viðbót við myndavélakassa sem senda myndir í síma eða SMS.

Mér finnst það alla vega.      Hún er einföld í notkun og auðvelt að skipta um filmukassettu.   

Smá nostalgí hér.

Hver veit nema við höfum þetta til leigu í framtíðinni.

Maggi