Ég er ósáttur við áætlanir RUV um að leggja af sendingar á langbylgju á 189 kHz. Ég tel þær enn mikilvægan hlekk í öryggisneti í almannaþágu á víðsjárverðum tímum.
1.10.2024 Nú sýnist mér að þessar útsendingar hafi verið aflagðar án nokkurar umræðu eða frétta. Ég fæ engar skýringar frá RÚV.
Samkvæmt upplýsingum frá RUV hafa sendingar á 189 kHz verið undanfarið á lækkuðum styrk. Þetta veldur því að dreyfingarsvæðið minnkar.
Þessu tók ég eftir og gerði fyrirspurn.
Þetta kemur til viðbótar því að útsendingar frá Eiðum lögðust af.
Eflaust eru menn að sjá ofsjónum yfir kostnaði við útsendinguna en ég óttast frekar hitt að verið sé að ýta fólki smám saman frá því að nota langbylgjuna, hún náist hvort sem er svo illa!
Að segja að útvarpstæki með langbylgju fáist ekki – er hreinlega ekki rétt. Að vísu ekki algengt orðið í bíltækjum en enn algengt í ferðatækjum
Ég hef verið í sambandi við starfsmann RUV sem fullvissar mig um að FM öryggisnetið verði fyllilega nægilegt. Bætt hafi verið við sendum á hálendinu og áætlanir séu með uppbyggingu varaafls á sendum.
Einnig að millitengingar milli senda séu ekki eingöngu gerðar á ljósleiðurum.
- Ég legg til og mæli með að meðan loftnetið á Gufuskálum er ekki í gríðarlegum aukaviðhaldskostnaði og sendirinn í lagi, að sendingum verði haldið áfram og án afsláttar.
- Ég þekki það frá fyrstu hendi að loftnetið fékk fyrsta flokks viðhald þar til RUV fékk það til afnota.
- Að ekki sé verið að keyra sendinn á lækkuðu afli og trufla þannig eðlilega notkun. Eldgos í Grindavík eða forsetakosningar virðast ekki einu sinni næg rök til að vera á fullu afli.
Magnús Hermannsson
Ég var á Hellissandi nú í ágúst, og auðvitað með vandað útvarpstæki með mér. Vissulega náðist að hlusta á 189 kHz en ég náði engri – engri útsendingu á FM. Ekki mjög hughreystandi.
Svo er hörmung að sjá hvað netið fær lítið viðhald ef nokkuð. Ekki málað í áraraðir. Engin blikkandi ljós í netinu og ljóslaust í toppnum. Það eitt var alger frágangssök þegar ég var og þekkti til þarna.
MH