Nú nýlega vorum við að bæta á Lagerinn hjá okkur svo kölluðum GX tengjum. Þetta eru vönduð tengi sem oft eru notuð við millitengingar við tæki eins og fyrir spennufæðingu og sést oft sem hljóðnematengi. sem dæmi í CB talstöðvum.
Þessi tengi er hægt að fá í nokkrum stærðum og í mismunandi fjölda pinna.
Númerin gefa til kynna þvermál snitteringarinnar
- GX12 týpan er með 12mm snitt
- GX16 er með 16mm
- GX20 er með 20mm