Lenco B55 Plötuspilari

Hér er einn af þessum sem ég kalla „Úlf í sauðargæru“.   Kom til mín um daginn. Eigandinn var að taka til á háaloftinu og sá hann.

Engin reim – heldur ekki direct drive.   Flott svissnesk nákvæmissmíð.

Ég er búinn að fara um hann höndum og nú spilar hann eins og engill.   Meira segja er í honum original pickupið og nothæf nál!    Þegar hún klárast skiptum við um pickup, því ekki fæst lengur í hann.

Hér er prófun í gangi.

 

Maggi

Pioneer SA-9800

Þessi er nú búinn að vera hjá mér síðan í vor.   Einhver var nú búinn að reyna að gera við hann en gafst upp.    Ég þurfti að endursmíða stóru spennugjafaeininguna,  skipta um prent og endurbyggja.     Síðan var bilun í straumstýringum fyrir forstigin í kraftmagnararásunum,  Erfið bilun í öðrum kanalnum og ég endaði á að laga display eininguna.

Hann hefur eiginlega gengið í endurnýjum lífdaga.   Dásamlegur og mjúkur hljómur.

 

Ég er dálítið stoltur yfir að hafa komið honum í lag. 

Maggi. 

Sjá hér.