Er búinn að fá einn af þessum til prófunar og sölu. Þetta er heilmikill móttakari þótt ekki sé umfangið stórt.
Maður er smá stund að læra á að nota snertiskjáinn og ég með mína putta rétt slepp.
Tekur öll bönd á stuttbylgju, bæði commercial og amatör. USB og LSB að sjálfsögðu. FM, AM og Langbylgju.
Mjög skemmtileg funksjón er að láta hann skanna spectrumið og birta á skjánum nálægar útsendingar.
Innbyggð Li-Ion rafhlaða sem hlaðin er með USB-c.
Hörðustu amatörar horfa eflaust á þetta sem skemmtilegt leiktæki. Amk verður að tengja við hann gott loftnet til að ná árangri. Loftnets-stubburinn sem fylgir með dugar nánast bara fyrir FM
Er að prófa hann betur.
Maggi