Pioneer CT-3131 Cassette Tape deck

Þetta er tæki sem var smíðað 1973,  árið sem Vestmannaeyjagosið var og ég var 13 ára gutti og flúði undan því.

Þetta er með fyrri cassettutækjunum frá Pioneer.   Ég er búinn að eiga þetta eintak í  nærri 30 ár og alltaf haft það í notkun.

Eina sem ég hef þurft að gera er að skipta um reimar og hreinsa í REC/Play skiptarann.

Var að skipta núna en það var eiginlega ekki þörf á því.    Merkilegt hvað þetta virkar vel,   ekkert Dolby en stilling fyrir Chrome tape.

Maggi