Þetta tæki er með þeim flottari frá Pioneer. Smíðað um 1978 hér um bil. Ekkert til sparað og glæsileikinn auðsær.
Það er eiginlega heiður að hafa svona tæki í höndunum og koma í lag. Hér sést þegar ég var að klára.
Maggi
Verslun og vefverslun, Íhlutir og smávörur. Viðgerðir á hljómtækjum, Yfirfærslur á stafrænt form, Smíðar og hönnun hljómtækja.
Þetta tæki er með þeim flottari frá Pioneer. Smíðað um 1978 hér um bil. Ekkert til sparað og glæsileikinn auðsær.
Það er eiginlega heiður að hafa svona tæki í höndunum og koma í lag. Hér sést þegar ég var að klára.
Maggi
Þetta er tæki sem var smíðað 1973, árið sem Vestmannaeyjagosið var og ég var 13 ára gutti og flúði undan því.
Þetta er með fyrri cassettutækjunum frá Pioneer. Ég er búinn að eiga þetta eintak í nærri 30 ár og alltaf haft það í notkun.
Eina sem ég hef þurft að gera er að skipta um reimar og hreinsa í REC/Play skiptarann.
Var að skipta núna en það var eiginlega ekki þörf á því. Merkilegt hvað þetta virkar vel, ekkert Dolby en stilling fyrir Chrome tape.
Maggi
Nú erum við að gera gangskör að því að eiga til á lager ýmsar gerðir af Surround foam í hátölurum.
Við áttum ýmsar stærðir fyrir en erum að fylla á.
Bætist í safnið á næstu vikum.
Gott að skoða þessa grein:
Að gera við hátalarana sína sjálfur
Maggi