Tæki eins og þetta, Radionette Kvintett Lampaútvarpstæki frá því um 1966-7 er búið að vera í viðgerð hjá mér og er nú komið í lag.
Það er svo mikill sjarmi yfir þessum gömlu tækjum, sérstaklega ef þau komast í lag.
Ég þurfti að þræða skalasnúrurnar báðar rétt upp. Það er ekki einfalt mál í svona tækjum. Tveir skalar og mekanísk kúppling! Auk filterþétta í spennugjafa og óhreina skiptara.
Svona tæki finnast á minjasöfnum eins og hér
Maggi