Upptökur á video

Nokkur atriði þegar video er tekið upp af tape.

Það þarf að gerast í rauntíma.

  1. Fyrst er spólan spiluð og keyrð inn á vinnslu-upptökuskrá eins og hún leggur sig.
  2. Fara handvirkt yfir hvort upptakan hafi heppnast og hljóðið sé í lagi. 
  3. Skoða hvort eyður séu á milli upptaka.    Þær klippi ég frá. 
  4. Rendera.   Það er þegar endanleg video-skrá er unnin upp úr vinnsluskránni.

Hjá okkur erum við með 2-3 upptökutölvur og eina sem sinnir renderingum.

Auk þess erum við með tvær gagnastæður (NAS box) til að geyma afurðirnar.

Upptökur sem verða til hjá okkur eru vistaðar í uþb. 4 vikur á gagnastæðum eftir að viðskiptavinur hefur sótt þær en síðan er upptökunum eytt.

Þetta er gert til öryggis ef eitthvað misferst við verkið eða beðið er um aukaafrit.

Maggi

 

 

Radionette Kvintett Lampaútvarpstæki

Þetta Radionette Kvintett Lampaútvarpstæki frá því um 1966-7 er búið að vera í viðgerð hjá mér og er nú komið í lag.    Það er svo mikill sjarmi yfir þessum gömlu tækjum, sérstaklega ef þau komast í lag.    

Ég þurfti að þræða skalasnúrurnar báðar rétt upp.  Það er ekki einfalt mál í svona tækjum.  Tveir skalar og mekanísk kúppling!   Auk filterþétta í spennugjafa og óhreina skiptara.

Svona tæki finnast á minjasöfnum eins og hér

Maggi