Nokkur atriði þegar video er tekið upp af tape.
Það þarf að gerast í rauntíma.
- Fyrst er spólan spiluð og keyrð inn á vinnslu-upptökuskrá eins og hún leggur sig.
- Fara handvirkt yfir hvort upptakan hafi heppnast og hljóðið sé í lagi.
- Skoða hvort eyður séu á milli upptaka. Þær klippi ég frá.
- Rendera. Það er þegar endanleg video-skrá er unnin upp úr vinnsluskránni.
Hjá okkur erum við með 2-3 upptökutölvur og eina sem sinnir renderingum.
Auk þess erum við með tvær gagnastæður (NAS box) til að geyma afurðirnar.
Upptökur sem verða til hjá okkur eru vistaðar í uþb. 4 vikur á gagnastæðum eftir að viðskiptavinur hefur sótt þær en síðan er upptökunum eytt.
Þetta er gert til öryggis ef eitthvað misferst við verkið eða beðið er um aukaafrit.
Maggi