Við tökum slides myndir og skönnum yfir á stafrænt form.
Slides myndir geta verið í ótrúlegum gæðum og upplausnin góð. Oft er hitt algengara og ekki síst ef geymsla þeirra hefur ekki verið sem best. Algengt er að sjá rispur og fingraför inni á þeim.
Það rýrir samt ekki verðgildi þeirra sem þekkja til myndefnisins eða eru jafnvel hluti þeirra.
Slides frá Kodak komu oftast í pappaformi og þá er gott að átta sig á hvort mynd er spegluð eða ekki þegar hún kemur úr skönnun.
Ég man eftir að slidesmyndir á mínu bernskuheimili voru oftast þannig meðhöndlaðar að filmur í 6-mynda lengjum voru klipptar niður og raðað handvirkt í ramma. Þetta var svona með Agfa og Fuji filmur. Hvítur öðru megin og dökkur hinum megin. Hjá okkur var raðað þannig að maður horfði rétt á myndina frá hvítu hiðinni.
Ég hef rekið mig á að slides myndir, í svona römmum, sem ég fæ til vinnslu – geta snúið allavega. Þá þarf ég að skoða og yfirfara hvort klukka á vegg eða texti á bókarkili snúi rétt.
Auk þessa get ég, að ákveðnu marki, afmáð augljósar skemmdir og hluta myndflatar. td ef mynd er að hluta yfirlýst. ( Algengt með öftustu myndirnar á filmunum)
Þessi vinna er innifalin í verkinu.
Maggi