Ekki alveg splunkunýtt dót

Ég var að klára að koma þessum á lappirnar aftur.   Philips Stereo ferða-plötuspilari.   Viðarkassi og hátalarar.   Hefur þótt flottur.   Sennilega frá 1962-4.    Bara germaníum transistorar í tækinu.    Þeir eru nánast ekkert notaðir lengur og eru illfáanlegir.    Lagaði mótorinn,  pickuptengingar og spennugjafafilteringuna.

Hljómar furðu vel.

Maggi

 

Fisher ST-555 Hátalarar

Ég er kominn með par af þessum í viðgerð.  Hér er mynd sem ég tók af netinu.   Það þarf að skipta um foam í woofernum – yfirfara midrange og tweeter-a auk þess að skoða cross-over.

Þessir wooferar eru sérstakir að því leyti að þeir eru push-pull – nánast eins og tveir hátalarar sem sitja öndvert.    Annar togar meðan hinn ýtir og öfugt.

Þetta voru á sínum tíma nánast flaggskip framleiðandans og afar gaman væri að koma þeim í notkun.

Hvor um sig eru 55 Kg !    Maður hleypur þá ekki um koll amk. 

Maggi