Gjaldskrá

Verkstæði Magga Hermannss, Úthaga 13, Selfossi

Gjaldskrá yfirfærslna á stafrænt form

Þessi verð miðast við afritun af einum miðli yfir á tölvutækt form

Skilast núorðið á gagnadrifum, flökkurum eða minnislyklum.  Að skrifa á CD eða DVD sést lítið lengur, enda er ekki mælt með því til varðveislu.

Sjá hér hverju við getum afritað frá.

Magnafsláttur er háður spólufjölda og er eftirfarandi:

  • 4-5 spólur 7%
  • 6-9 spólur  10%
  • 10-14 spólur 13%

Í stærri söfn er hægt að fá tilboð.

Spólur með litlu efni ( innan við 10 mín ) eru gjarnan teknar saman sem ein í gjaldi.

Skilað á AVI formi en hægt að skila td. á MPEG eða öðru

 

Öll Verð með VSK. Gildir frá 20. Sept 2022

                       Vara                                                                                          Verð m. vsk.

Afritun hljóðgagna að 30 mín. Skilað á 1 CD                                  2.306 kr.

Afritun hljóðgagna að 60 mín. Skilað á 1 CD                                  2.517 kr.

 

Afritun hljóðgagna að 30 mín. Skilað á Flakkara                          1.983 kr.  *

Afritun hljóðgagna að 60 mín. Skilað á Flakkara                          2.191 kr.  *

Afritun hljóðgagna að 90 mín. Skilað á Flakkara                          2.760 kr.  *

Afritun hljóðgagna að 120 mín. Skilað á Flakkara                        3.240 kr.

Afritun hljóðgagna að 150 mín. Skilað á Flakkara                        3.492 kr.

Afritun hljóðgagna að 180 mín. Skilað á Flakkara                        3.818 kr.

 

Afritun myndefnis að 30 mín, skilað á flakkara                             1.900 kr.  *

Afritun myndefnis að 60 mín, skilað á flakkara                             2.548 kr.  *

Afritun myndefnis að 90 mín, skilað á flakkara                             2.923 kr.  *

Afritun myndefnis að 120 mín, skilað á flakkara                           3.307 kr.

Afritun myndefnis að 150 mín, skilað á flakkara                           4.223 kr.

Afritun myndefnis að 180 mín, skilað á flakkara                           4.548 kr.

Afritun myndefnis að 240 mín, skilað á flakkara                          5.068 kr.

 

* Algengt og oftast tekið.     Diskar eru nánast dottnir út.

 

Brimar lampar

 

Brimar er gamalt firmanafn á lömpum.   Nú hafa aðilar í Bretlandi tekið sig til og eru að endurvekja þá starfsemi.  Við skulum fylgjast með hér.  

Það er frábært að það sé til hópur fólks sem er tilbúinn að leggja þetta á sig.

Hér má sjá meira um þetta verkefni.  

Ég á meira að segja nokkra lampa með þessu logói – gömul framleiðsla.

Ég ætla að prófa hvernig þeir koma út.  Tek nokkra í prófanir.

EL34 og EL84 eru algengir lampar í útgangsstigum gítarmagnara sem og í heimagræjum. 

Maggi

PSvane EL84

EL84 pentóða fyrir útgangsstigið

Við erum búin að panta nokkra svona lampa frá Kína.   Verður settur í verulegar prófanir áður en hann gæti lent í sölu.

Ég er hóflega bjartsýnn en vil gefa þeim „sénsinn“

Kominn í prófanir,  lítur ekki illa út með þessa.

Maggi