Brimar lampar

 

Brimar er gamalt firmanafn á lömpum.   Nú hafa aðilar í Bretlandi tekið sig til og eru að endurvekja þá starfsemi.  Við skulum fylgjast með hér.  

Það er frábært að það sé til hópur fólks sem er tilbúinn að leggja þetta á sig.

Hér má sjá meira um þetta verkefni.  

Ég á meira að segja nokkra lampa með þessu logói – gömul framleiðsla.

Ég ætla að prófa hvernig þeir koma út.  Tek nokkra í prófanir.

EL34 og EL84 eru algengir lampar í útgangsstigum gítarmagnara sem og í heimagræjum. 

Maggi

PSvane EL84

EL84 pentóða fyrir útgangsstigið

Við erum búin að panta nokkra svona lampa frá Kína.   Verður settur í verulegar prófanir áður en hann gæti lent í sölu.

Ég er hóflega bjartsýnn en vil gefa þeim „sénsinn“

Kominn í prófanir,  lítur ekki illa út með þessa.

Maggi