Nú í morgun ( 14. júní) fékk ég að vita það að starfskraftar mínir hjá Sveitarfélaginu Árborg eru afþakkaðir og starfi mínu þar sem kerfisstjóri til nærri 12 ára, því lokið.
Félagar mínir á deildinni eru í sömu súpu. Þetta heita víst skipulagsbreytingar.
Ég sé það hins vegar sem tækifæri til að geta sinnt starfseminni hér eins og vera ber. Ég mun einhenda mér í að þjónusta viðskiptavini mína af bestu getu og ætla að endurskipulegga aðstöðuna og taka skúrinn alfarið undir starfsemina.
Eins og flestir geta gert sér í hugarlund eru dagarnir erfiðir. Þegar svona löguðu er skellt framan í mann og fyrirvarinn er enginn – sveiflast maður frá reiði yfir í uppgjöf á víxl. Eitthvað gleymdist illilega í framkvæmd mannauðsstefnu Sveitarfélagsins Árborgar, þegar kom að okkur.
Ég vona að innan fárra vikna verði rekstur hér kominn á skrið. Ég er þakklátur fyrir sýnda biðlund og þolinmæði. Flestir ef ekki allir viðskiptavinir okkar gera það nú þegar. Það er þakkar vert.
í ágúst 2022. Ég er á kafi í að innrétta skúrinn. Mála veggi og setja upp nýjar innréttingar. Ég er nú að horfa á mánaðamótin næstu að byrja aftur. Ansi mörgu sem þarf að koma heim og saman.
Náði nú ekki að komast í gang um mánaðamótin. Ég vinn eins og ég get til að koma þessu áfram.
Nú ( 19 sept. ) er ég búinn að setja upp rekka fyrir upptökugræjurnar og er byrjaður að yfirfæra aftur. Verkefni í gangi.
Nú vantar mig bara að græja viðgerðavinnuborðið og koma þeirri aðstöðu haganlega fyrir.
Nú, í október 2022 er ég að komast af stað – eitt og annað eftir en það kemur.
Nú ætla ég að hætta að hugsa um tíma minn hjá sveitarfélaginu og viðskipti mín við fólk sem þar ræður. Horfi til betri tíðar.
kveðja, Maggi