Á Lagernum hjá okkur á Verkstæðinu eru nú á þriðja þúsund vörutitlar.
Við værum að æra óstöðugan ef það allt væri framsett sem ein og ein vara. Það yrði líka afar flókið við leit.
Þess vegna tökum við saman t.d. Viðnámaseríur undir einu vörunúmeri en hægt að velja viðnámsgildin og setja í innkaupakörfuna.
Sama gildir með rafvökvaþéttana ( Electrolyt þéttana) en þeir eru teknir saman undir spennugildinu en síðan er rýmdin valin.
Þetta er miklu skýrara þegar maður er að leita að íhlutum.