Viðgerðir / ekki viðgerðir

Nú hefur verið tekin sú ákvörðun hér á Verkstæðinu að hætta að taka við tækjum til viðgerða.

Helst er það aðstöðuleysið en ekki síst að ég orka það hreinlega ekki.  Viðgerðavinnan er mér mjög slítandi og tímafrek. 

Verandi í fullri vinnu annars staðar er meira en nóg.

Ég tek hins vegar áfram við yfirfærsluverkefnum og er ekki breyting þar á.

Næstu vikur fara í að koma tækjum sem eru viðgerð hjá mér til eigenda sinna.

Maggi.