„RadiWoW“ útvarpstæki

Útvarpstæki með afar sérstakt nafn.   Við erum að taka eitt svona til prófunar.    Það getur orðið á nokkuð hagstæðu verði.   Samkvæmt upplýsingum um tækið virðist það næmt og með flotta SW móttöku auk fleiri tíðnibanda.

Það er með sérstakt hleðslubatterí sem fylgir.  (BL-5C lithium battery) Hlaðið á USB, þannig að ekki þarf að versla rafhlöður.

Meira um tækið hér þegar prófanir hafa farið fram.

Fyrstu athuganir: 

  • FM móttakan er með ágætum og hljómur betri en ég bjóst við. 
  • Hins vegar finnst mér vanta talsvert á næmið á AM.  t.d.  næ ég ekki RUV frá Gufuskálum ( LW 189 kHz )   nema með herkjum.  Sama á miðbylgju.  Þar nær maður ekki neinum stöðvum nema í miklu suði.  Eftir er að prófa tækið við loftnet,  en það er nú almennt ekki til staðar.

Lítið og handhægt tæki með nokkrum auka-fídusum.

RadiWoW specs

Maggi