Hugleiðingar varðandi innleiðingu persónuverndarlaga

Verkstæði Magga Hermannss

Persónugreinanleg gögn sem safnast hér upp, eru eingöngu vegna þeirra viðskipta sem hér fara fram.   Engar greiningar eða sérsniðnar vinnslur eru gerðar á þeim.

Engin gögn eru látin af hendi, héðan til þriðja aðila.

Kennitölur eru notaðar í bókhaldskerfinu til að halda utan um viðskipti og reikninga viðskiptavina og sama á við þegar greiðslur fara í gegn um bankakerfið.

Engir póstlistar eru virkir hjá okkur eða fjölpóstsendingar.

Notendur/kaupendur á vefverslun Magga Hermannss geta skoðað sín viðskipti þegar þeir eru skráðir inn á vefinn.  Það birtist engum nema þeim sjálfum.  Þar geta notendur eytt verslunarfærslum að vild.

Þeir notendur sem það vilja, geta óskað eftir að öllum gögnum þeirra á vefsvæðinu verði eytt.    Það verður þá orðið við því

Maggi

 

 

Nafngiftir á lömpum – Evrópa

Sumir velta fyrir sér hvað standi eiginlega á bak við númerin sem eru á lömpunum.  Það eru ákveðin kerfi á bak við það.

í þessari grein fjalla ég um nafngiftir lampa eins og tíðkuðust í Evrópu.  Þessar hefðir eru enn virtar og notaðar við framleiðsluna í dag.

Fyrsti stafur er glóðarspenna eða straumur,  annar og þriðji lýsa hvers konar element eru í lampanum og númerið lýsir sökkulgerð og eiginleikum.  Þetta er sótt m.a. á Wikipedia

t.d.   ECC82  hér er með 6.3V glóð, tvær smásignal tríóður og er með 9BA sökkul

ECL81    væri 6.3V glóð, smásignal tríóða og pentóða í sama húsi og með 9BA sökkli.  (9-pinna)

EL34 er þá lampi með 6.3V glóð og einni pentóðu og verandi með octal sökkul.

GZ32 væri þá afriðilslampi (tvær díóður) með 5V glóð og octal sökkli

Lesa áfram „Nafngiftir á lömpum – Evrópa“