Þegar hljómtæki eru metin eru nokkur atriði sem huga þarf að.
Eru þau hugsuð sem “background” noise generator eða er meiningin að njóta hljómlistarinnar?.
Mér sýnist það augljóst að mannskepnan er ekki mjög til þess fallin að gera margt á sama tíma, (þ.e. multi-tasking), nema að sinna þá hverju um sig af minni atorku og athygli.
Ekki get ég til að mynda sinnt nema einu í einu, en ég er nú bara eins og ég er.
Við þurfum að gera okkur grein fyrir að hljómtæki eru afar misjöfn að gæðum. Þumalputtareglan er sú að fjöldaframleidd tæki á vinsamlegum verðum eru sjaldan handhafar verðlauna. Verðmiðinn segir ekki nema hálfa sögu.
Afburðatækin eru undantekningalítið dýr!. Þar hefur mikil vinna verið lögð í hönnun og virkni og endursköpun tónlistarinnar í sinni fegurstu mynd höfð að leiðarljósi. Önnur tæki þar sem menn hafa kannski stytt sér leið, geta að vísu verið dýr en þá ekki vegna þess sem í er lagt.
Einfaldleiki í hönnun Audio-rása er ákaflega mikilvægur. Margþrepa mögnunarstig eiga til að virka illa. Í þessu tilliti eru lampamagnarar heppilegir. Rásirnar eru einfaldar og lamparnir eru sveigjanlegir í notkun.
Í þessu ljósi er ég með mínar pælingar og hönnunartilburði
Tiltölulega einfalt er að fá þá til að virka ef maður hefur grundvallaratriðin á hreinu.
En aldrei má gleyma þeirri staðreynd að spennur og straumar í lamparásum geta verið lífshættulegar.
Maggi