Hvað er RIAA staðall?
Svar:
RIAA er upptöku / spilunar-staðall fyrir Vinylplötur. Stendur fyrir Recording Industry Association of America
Þetta er nauðsynlegt forstig fyrir Pickup í plötuspilurum. Bæði afar lágt level og halli á tíðnikúrfu gera þetta nauðsynlegt.
Til að minnka bjögun og til að koma fyrir lengri upptökum á plötuna, var gripið til þess að skrá lægri tíðninar og þar með bassann, á lægri styrk í yfirborð plötunnar.
Þá hreyfist nálin minna og minni hætta að skrifa yfir í næstu rauf (groove). Þar með var hægt að hafa raufarnar þéttari
Þessu er snúið til baka í RIAA magnaranum. (Phono input á eldri mögnurum)
Maggi