Margir eldri og flottir útvarpsmagnarar eru með stóra tíðniskala. Þessir eru oftast upplýstir með fjölda af skalaperum. Nú orðið er orðið erfitt að fá réttu perurnar og ef þær finnast, eru þær dýrar.
ég er farinn að nota LED lýsingar í þessum tilfellum. Þá barf að velja mjúka birtu, ekki bláhvíta.
Í t.d. Marantz mögnurum, sem heilmikið er til af og fólk vill gjarnan eiga og nota, eru original perur sem eru eins og USA öryggi í laginu. Þær eru 8V og 150 eða 200mA.
Með smá breytingum og nokkrum auka-íhlutum er hægt að nota LED hér í stað gömlu glóperanna.
Virkar flott og mjög „uniform“ birta. Svo geri ég ráð fyrir mun betri endingu.
Búast má við þróun hér og að í fleiri mögnurum verði hægt að koma fyrir LED lýsingu í stað hinnar original glóperu-lýsingar.
Nú (2022) er ég kominn með LED skalaperur sem ganga beint í magnarana og því þarf ekki að gera neinar breytingar!
Eru hér á vef-versluninni.
Maggi