Um lampa

AfriðilslampiLampar eru af mjög mörgum gerðum og útfærslum. Lampar voru þróaðir eðlilega til að mæta mismunandi eiginleikum. T.d eru Audio lampar talsvert frábrugðnir lömpum sem hannaðir eru fyrir RF. Almennt er ekki hægt að nota slíka í Audio. (Tetróður)

Stór hluti lampaflórunnar er mis-úreltur og hefur ekki verið framleiddur í áratugi enda engin þörf þar á. Það sem til er af slíku er í gömlum lagerum. Samt eru sumir lampar sem enn eru notaðir hannaðir fyrir 1940! Það eru helst lampar fyrir RF.

Annað er uppi á teningnum um Audio lampa. þeir eru enn í framleiðslu og mikilli notkun.

Síðan er eitt, Mismunandi framleiðendur náðu mismiklum gæðum í sinni framleiðslu auk þess að gæðaeftirlit var afar mismunandi.

Nú orðið eru lampar frá ákveðnum eldri framleiðendum mjög eftirsóttir (og dýrir).

Má hér nefna framleiðendur eins og:

Telefunken, Mullard, G.E.C., Philips, RCA, Sylvania.

Lampar frá þessum framleiðendum þykja betri en margir sem framleiddir eru í dag. Þegar framleiðslu var hætt, voru dæmi um að heilu verksmiðjurnar væru fluttar til austur-evrópu.

Nú á dögum er samt hægt að fá nýja og virkilega fína audio lampa. Það er ekki á undanhaldi.

Meira hér síðar

Maggi