Stafræn sveiflusjá

Scope DSO-138 í Vefversluninni

Ég er búinn að setja saman eina af þessum.

Prentið er af alveg ágætum gæðum og vel er merkt fyrir öllum íhlutum.  Allt passar vel og fellur saman.   Kemur með tilsniðnu acryl húsi . 

Það verður þó að segjast að þetta er ekki endilega kit sem hentar algerum byrjendum.

Það útheimtir talsverða nákvæmni að setja þetta saman.  Hluti íhlutanna (componenta) eru SMD.  (Surface Mounted Device)

Margir íhlutanna er mjög smáir.

Ekki gerlegt, fyrir mig a.m.k. , nema undir stækkunarlampa og með hitastýrðum lóðbolta.

Maður þarf að vera í rusl-fríu umhverfi og í andlegu meðaljafnvægi.

Sveiflusjáin virkar ágætilega til að lesa audioform og fleira.    Þetta er nú ekki „full-blast“ scope en maður kemst býsna langt.

Maggi