Nostalgía

Til að uppfylla ákveðna nostalgíu-eftirsjá hjá mér sjálfum, þá hef ég flutt inn modulu til að keyra s.k. indicator lampa.

Margir muna eftir grænum skalalömpum á gömlum útvarpstækjum sem notaðir voru til að hjálpa við að stilla rétt inn á útvarpssendinguna.

Þetta sást líka oft á segulböndum af eldri gerðinni og var notað í stað mæla sem síðar komu.

Mér finnst þessir grænu skalar dálítið flottir og spes.

Hugsa að ég hafi þetta á einhverjum af þeim mögnurunum sem ég er með í kollinum.

Þessi eining heitir 6E2 Indicator module kit í vef-Versluninni

 

Maggi