Kennslu-Kit

Við, á Verkstæði Magga, ráðgerum að fara flytja inn rafeinda-kit eða smáeiningar sem hentug eru til kennslu í rafeindatækni.

Miðað er við að þau séu auðveld í samsetningu.    Alltaf þarf þó að raða íhlutum rétt og lóða saman.   Mikilvægt er að öðlast færni í að lóða og þekkja góðar lóðningar frá hinum.

Það er gaman að geta klárað verkið og að það sé til gagns og virki.   Það gefur manni virkilega og eykur þrótt.

Fyrstu einingarnar verða að líkindum klukkur,  digital.    Síðan skoðum við Magnaraeiningar sem margir hafa áhuga til, sem og fleiri smá-einingar.

Þessu til viðbótar í sölu, verðum við með lóðbolta, tin og þráð (engar tin-sugur!) og helstu handverkfæri.

Maggi