Opnunartímar verkstæðis

Verkstæðið er í bílskúrnum í Úthaga 13, Selfossi og almennt er opið er á verkstæðinu 09:00 – 16:00 mánudaga til fimmtudaga.

Á föstudögum er lokað.   

Þá sinni ég kennslu í Fjölbrautaskóla Suðurlands.  Rafeindavirkjun og handverk.  Það tekur föstudaginn til hliðar hjá mér.

Í hádeginu erindast ég stundum og er þá ekki á staðnum.

Þess utan eftir samkomulagi en þá er best að hringja á undan sér í síma 699-7684,   athugið þó að ég er einn af þessum sem ekki er með samgróning við símann minn.     Síminn er geymdur á vinnuborðinu.   

eða á e-mail:  verksted@tubes.is

Nú stend ég frammi fyrir tímamótum og því hefur verið ákveðið:

Frá 31. mars nk.  mun ég ekki taka við nýjum verkefnum inn á verkstæðið.  Það ræðst af bágri heilsu og slíku.     Ég mun samt sinna og klára öll þau verkefni sem eru komin inn og hugsanlega bætast við fram að 31. mars.

Ég ráðgeri þó að taka upp þráðinn aftur í haust,  heilsulega endurnýjaður.

Takk fyrir skilninginn

Maggi

 

Verkstæðið í sumar.

Frá 31. mars nk.  mun ég ekki taka við nýjum verkefnum inn á verkstæðið.   

Nú stend ég frammi fyrir að þurfa að gangast undir aðgerð á baki / hrygg.     Það verður á vordögum, sennilega í maí.    Gæti jafnvel orðið fyrr.   

Eftir það þarf ég að huga að endurbata.

Þá get ég að líkindum klárað vorönnina í skólanum og ætla í framhaldi af því, ekki að vera  með starfsemi á verkstæðinu í sumar.  

Það þýðir að með vorinu get ég ekki tekið við verkefnum.  

Það skýrist þó betur þegar nær dregur.

Ef allt fer að óskum,  munum við taka upp þráðinn aftur í haust. 

Maggi

Breyting á afgreiðslutíma eftir áramótin

Nú þegar vorönnin hefst í FSU þarf ég að hliðra vinnutímanum hér.

Sú breyting verður að vinnudagar mínir í FSU verða föstudagar í stað mánudaga.    Þetta kom í ljós eftir niðurröðun stundatöflu á nýrri önn.

Vonandi veldur þetta ekki vandræðum eða ruglingi. 

Maggi