Opnunartímar verkstæðis

Verkstæðið er í bílskúrnum í Úthaga 13, Selfossi og almennt er opið er á verkstæðinu 09:00 – 16:00 mánudaga til fimmtudaga.

Á föstudögum er lokað.   

Þá sinni ég kennslu í Fjölbrautaskóla Suðurlands.  Rafeindavirkjun og handverk.  Það tekur föstudaginn til hliðar hjá mér.

Í hádeginu erindast ég stundum og er þá ekki á staðnum.

Þess utan eftir samkomulagi en þá er best að hringja á undan sér í síma 699-7684,   athugið þó að ég er einn af þessum sem ekki er með samgróning við símann minn.     Síminn er geymdur á vinnuborðinu.   

eða á e-mail:  verksted@tubes.is

Maggi

 

Verkstæðið í sumar.

Nú stend ég frammi fyrir að þurfa að gangast undir aðgerð á baki / hrygg.     Það verður á vordögum, sennilega í maí.   Eftir það þarf ég að huga að endurbata.

Þá get ég að líkindum klárað vorönnina í skólanum og ætla í framhaldi af því, ekki að vera  með starfsemi á verkstæðinu í sumar.  

Það þýðir að með vorinu eða eftir Apríl-Maí get ég ekki tekið við verkefnum.

Svo munum við taka upp þráðinn aftur í haust. 

Maggi

Breyting á afgreiðslutíma eftir áramótin

Nú þegar vorönnin hefst í FSU þarf ég að hliðra vinnutímanum hér.

Sú breyting verður að vinnudagar mínir í FSU verða föstudagar í stað mánudaga.    Þetta kom í ljós eftir niðurröðun stundatöflu á nýrri önn.

Vonandi veldur þetta ekki vandræðum eða ruglingi. 

Maggi

Technics SA-8000

Glæsilegur og flottur 4-rása fulltrúi frá Technics.   Er frá þeim tíma sem menn voru að gera tilraunir með 4-rása vinilplötur.   Kölluðu þá disc.  

Þetta er tækni sem aldrei náði flugi – var bæði flókið og viðkvæmt.

Í þessum magnara er gríðar flóknar mótunar og afmótunarrásir fyrir þetta.   Segja má að hann sé smekkfullur af electrónikk og rafeindajukki!

Óhreinindi í stillum og skipturum voru að hrjá þessa elsku.

Hægt er að brúa hann og taka þannig tvo kanala fyrir hvora rás.   Gefur meira afl ef ekki er verið að nota 4 rásirnar.

Maggi