Lokun í sumar

Nú er sá tími kominn að ég er hættur að taka við verkefnum á verkstæðið.   Ég sé mér ekki fært annað.

Heilsan ekki sem best og það gengur of hægt hjá mér.   

Ég mun, að sjálfsögðu,  klára öll verkefni sem komin eru inn og skila af mér af alúð og hef samband við þá sem eiga tæki hér um leið og þau verða tilbúin.

Ég ætla ekki að slá það alveg út af borðinu að halda áfram í haust með viðgerðir, ef aðstæður leyfa.

Vefverslunin er samt virk og ég sinni henni af bestu getu í sumar.

Ég þakka öllum sem ég hef kynnst á þessari vegferð.   Hef ekki reynslu af neinu nema góðu einu.

Maggi 

NAD 502

Þetta er CD spilari frá NAD.   Einfaldur en margir halda tryggð við hann vegna þess að hann bilar lítið og hljómar bara vel,  enda frá NAD

Laserinn í þessum var búinn á því og saddur lífdaga.   Auðvelt er að skipta um hann og það gerði ég hér.   Einnig þurfti að skipta um baklýsingar-perurnar við display.

KSS-150A, Laser Pickup eining. f/CD

Virkar eins og engill eftir þetta.

Maggi

LED díóða útskýrð

Til að muna hvernig LED díóður eiga að snúa.

LED stendur fyrir Light Emitting Diode.    Allar díóður gefa frá sér einhvers konar ljós með forward straumi, mis mikið en flestar annars konar díóður eru  í svörtu húsi og ekkert sést.   

LED í dag eru þróaðar til að nýta þennan ljóseiginleika.

Allar LED díóður þurfa straumtakmarkandi viðnám í seríu, hvort sem þær eru tengdar í seríu eða hliðtengdar.

Hér er hlekkur til að reikna viðnámin.

Spennasett í lampamagnara

Ég var að fá í hús sendingu.  Eitt sett af spennum 1+2 stk til að smíða lampamagnara með Single End útgöngum.   

Þeir líta mjög vel út og eru vel smíðaðir.   Það er hugsað fyrir því að vefja útgangsspennana marglaga og rétt.   Það er nauðsynlegt til að ná góðri tíðnisvörun.   

Powerspennirinn þarf það ekki því hann vinnur bara á 50Hz.

Mig langar, með tíð og tíma að prófa þá með EL84 í útgangi og kannski EF86 fyrir framan.

Sjá má þá hér í vefversluninni

M