Nú er sá tími kominn að ég er hættur að taka við verkefnum á verkstæðið. Ég sé mér ekki fært annað.
Heilsan ekki sem best og það gengur of hægt hjá mér.
Ég mun, að sjálfsögðu, klára öll verkefni sem komin eru inn og skila af mér af alúð og hef samband við þá sem eiga tæki hér um leið og þau verða tilbúin.
Ég ætla ekki að slá það alveg út af borðinu að halda áfram í haust með viðgerðir, ef aðstæður leyfa.
Vefverslunin er samt virk og ég sinni henni af bestu getu í sumar.
Ég þakka öllum sem ég hef kynnst á þessari vegferð. Hef ekki reynslu af neinu nema góðu einu.
Maggi