Lokun í sumar

Nú er sá tími kominn að ég er hættur að taka við verkefnum á verkstæðið.   Ég sé mér ekki fært annað.

Heilsan ekki sem best og það gengur of hægt hjá mér.   

Ég mun, að sjálfsögðu,  klára öll verkefni sem komin eru inn og skila af mér af alúð og hef samband við þá sem eiga tæki hér um leið og þau verða tilbúin.

Ég þakka öllum sem ég hef kynnst á þessari vegferð.   Hef ekki reynslu af neinu nema góðu einu.

Ég ætla ekki að slá það alveg út af borðinu að halda áfram í haust, ef aðstæður leyfa.

Maggi 

Spennasett í lampamagnara

Ég var að fá í hús sendingu.  Eitt sett af spennum 1+2 stk til að smíða lampamagnara með Single End útgöngum.   

Þeir líta mjög vel út og eru vel smíðaðir.   Það er hugsað fyrir því að vefja útgangsspennana marglaga og rétt.   Það er nauðsynlegt til að ná góðri tíðnisvörun.   

Powerspennirinn þarf það ekki því hann vinnur bara á 50Hz.

Mig langar, með tíð og tíma að prófa þá með EL84 í útgangi og kannski EF86 fyrir framan.

Sjá má þá hér í vefversluninni

M

 

Íhlutalisti fyrir TDA7293/4 Prentplötuna

Prent fyrir allt að 100W magnara

Svona getum við búið til á einfaldan hátt afar öflugan Audio magnara.  Þetta er einnar rásar magnari þannig að við þurfum tvöfalt af öllu fyrir Stereo.  Til að þetta virki þurfum við líka góðan og öflugan spennugjafa.  Þar getum við ekki sparað.    Prent fyrir hann er til og er hér 

Síðan er afar brýnt að rásirnar fái næga kælingu,  annars sjóðhitna þær við minnstu átök.

Quad 405 Kraftmagnari

Þetta er Quad 405 kraftmagnarinn.   Engin stilli og ekkert nema fín gæði.   Byggður eins og skriðdreki og massívur á alla kanta.   Hann er með gríðarlega öflugan spennugjafa og fína straumgetu.

Þessi sem var hjá mér var með ónýta stóru þéttana í spennugjafanum.   

Svo þarf ég að smíða millisnúru í 4-pinna DIN tengið

Maggi