Framtíð verkstæðisins

Við erum búin að standa frammi fyrir þeirri spurningu,  hvort þessi rekstur sé raunhæfur.

Mikið erum við búin að hugsa það fram og aftur.

Niðurstaðan er sú að við höldum áfram og með breyttum áherslum – en:

Frá og með þessu hausti verður ekki tekið við neinum tækjum til viðgerðar.  

Áhersla verður lögð frekar á vefverslun sem verður einfölduð talsvert sem og yfirfærsluverkefnin.    Svo eru smíðarnar ofarlega í huga.

Þau tækjaverkefni sem voru komin inn fyrir sumarleyfi, verða að sjálfsögðu afgreidd.

Maggi

„RadiWoW“ útvarpstæki

Útvarpstæki með afar sérstakt nafn.   Við erum að taka eitt svona til prófunar.    Það getur orðið á nokkuð hagstæðu verði.   Samkvæmt upplýsingum um tækið virðist það næmt og með flotta SW móttöku auk fleiri tíðnibanda.

Það er með sérstakt hleðslubatterí sem fylgir.  (BL-5C lithium battery) Hlaðið á USB, þannig að ekki þarf að versla rafhlöður.

Meira um tækið hér þegar prófanir hafa farið fram.

Fyrstu athuganir:  FM móttakan er með ágætum og hljómur betri en ég bjóst við.  Hins vegar finnst mér vanta talsvert á næmið á AM.  t.d.  næ ég ekki RUV frá Gufuskálum ( LW 189 kHz )   nema með herkjum.  Sama á miðbylgju.  Þar nær maður ekki neinum stöðvum nema í miklu suði.  Eftir er að prófa tækið við loftnet,  en það er nú almennt ekki til staðar.

Lítið og handhægt tæki með nokkrum auka-fídusum.

RadiWoW specs

Maggi

 

Tilboðsverk

Við gerum tilboð í stærri yfirfærsluverk.

Allar spólur eru teknar á sama verði, sama hversu mikið efni er á þeim.

Video form sem við getum afritað

Endilega sendið inn fyrirspurn með nafni, fjölda spóla, tölvupóstfangi og hvort útvega þurfi flakkarann.

Hann má ekki vera minni en 1TB og vera forsniðinn (format) sem NTFS.

Við getum leiðrétt það ef svo er.    Þetta er vegna þess hver skrárnar geta orðið stórar.

Við svörum eins fljótt og auðið er.

Lampamagnarasett TubeCube7

    Mig langar verulega að geta boðið upp á þetta lampamagnarasett.

Hér er einfaldleikinn í fyrirúmi.   SE  (single ended)  útgangar og engin tónstilli.

Það verður í prófun hér á verkstæðinu og í sölu ef vel gengur.

Þetta er skilgreint sem „bookshelf audio set“   ég held nú að meiri innistæða  sé heldur en það.

Endilega fylgist með.

Maggi

 

Hugarflug að sumri

Það er fyrst þetta huglæga,  varðandi magnarasmíðar.

Mér er í efst huga að geta smíðað svo góða magnara að þeir upphefjist og hverfi í tónlistina við hlustun.

Magnari á ekki að hafa þau áhrif að hlustandinn sé stöðugt minntur á einhvern karakter magnarans og sérhljóm.   Þetta er öfugt við hugsunina sem á við í gítarmögnurum.  Þar er magnarinn hluti hljóðfærisins og mótar það.    Þar hafa tónlistarmenn fundið að mismunandi lampar hafa mismunandi eiginleika.    Ákveðnar gerðir hafa eftirsóknarverðan hljóm.

Hjá mér snýst þetta um að magnarinn liti hljóminn og tónlistina ekkert en skili samt öllu sem þar er, – „truthfully“

Meira hér með haustinu.

Maggi

Hugleiðingar varðandi innleiðingu persónuverndarlaga

Verkstæði Magga Hermannss

Persónugreinanleg gögn sem safnast hér upp, eru eingöngu vegna þeirra viðskipta sem hér fara fram.   Engar greiningar eða sérsniðnar vinnslur eru gerðar á þeim.

Engin gögn eru látin af hendi, héðan til þriðja aðila.

Kennitölur eru notaðar í bókhaldskerfinu til að halda utan um viðskipti og reikninga viðskiptavina og sama á við þegar greiðslur fara í gegn um bankakerfið.

Engir póstlistar eru virkir hjá okkur eða fjölpóstsendingar.

Notendur/kaupendur á vefverslun Magga Hermannss geta skoðað sín viðskipti þegar þeir eru skráðir inn á vefinn.  Það birtist engum nema þeim sjálfum.  Þar geta notendur eytt verslunarfærslum að vild.

Þeir notendur sem það vilja, geta óskað eftir að öllum gögnum þeirra á vefsvæðinu verði eytt.    Það verður þá orðið við því

Maggi

 

 

Nafngiftir á lömpum – Evrópa

Sumir velta fyrir sér hvað standi eiginlega á bak við númerin sem eru á lömpunum.  Það eru ákveðin kerfi á bak við það.

í þessari grein fjalla ég um nafngiftir lampa eins og tíðkuðust í Evrópu.  Þessar hefðir eru enn virtar og notaðar við framleiðsluna í dag.

Fyrsti stafur er glóðarspenna eða straumur,  annar og þriðji lýsa hvers konar element eru í lampanum og númerið lýsir sökkulgerð og eiginleikum.  Þetta er sótt m.a. á Wikipedia

t.d.   ECC82  hér er með 6.3V glóð, tvær smásignal tríóður og er með 9BA sökkul

ECL81    væri 6.3V glóð, smásignal tríóða og pentóða í sama húsi og með 9BA sökkli.  (9-pinna)

EL34 er þá lampi með 6.3V glóð og einni pentóðu og verandi með octal sökkul.

GZ32 væri þá afriðilslampi (tvær díóður) með 5V glóð og octal sökkli

Lesa áfram „Nafngiftir á lömpum – Evrópa“

Pæling um hljómtæki

Þegar hljómtæki eru metin eru nokkur atriði sem huga þarf að.

Eru þau hugsuð sem “background” noise generator eða er meiningin að njóta hljómlistarinnar?.

Mér sýnist það augljóst að mannskepnan er ekki mjög til þess fallin að gera margt á sama tíma, (þ.e. multi-tasking), nema að sinna þá hverju um sig af minni atorku og athygli.

Ekki get ég til að mynda sinnt nema einu í einu, en ég er nú bara eins og ég er.

Við þurfum að gera okkur grein fyrir að hljómtæki eru afar misjöfn að gæðum. Þumalputtareglan er sú að fjöldaframleidd tæki á vinsamlegum verðum eru sjaldan handhafar verðlauna. Verðmiðinn segir ekki nema hálfa sögu.

Afburðatækin eru undantekningalítið dýr!. Þar hefur mikil vinna verið lögð í hönnun og virkni og endursköpun tónlistarinnar í sinni fegurstu mynd höfð að leiðarljósi. Önnur tæki þar sem menn hafa kannski stytt sér leið, geta að vísu verið dýr en þá ekki vegna þess sem í er lagt.

Einfaldleiki í hönnun Audio-rása er ákaflega mikilvægur. Margþrepa mögnunarstig eiga til að virka illa. Í þessu tilliti eru lampamagnarar heppilegir. Rásirnar eru einfaldar og lamparnir eru sveigjanlegir í notkun.

Í þessu ljósi er ég með mínar pælingar og hönnunartilburði

Tiltölulega einfalt er að fá þá til að virka ef maður hefur grundvallaratriðin á hreinu.

Ekki má gleyma þeirri staðreynd að spennur og straumar í lamparásum geta verið lífshættulegar.

Maggi

Lampar á lagernum

Stór hluti lampa sem eru á lager hjá mér, hafa safnast upp hjá mér í gegn um tíðina.    Ég hef alltaf átt erfitt með að henda lömpum.

Þar eru margir lampar sem eru í raun komnir úr notkun en finnast þó í eldri tækjum sem menn eru stundum að gera við.  Hér má nefna alls konar útvarps- og sendi lampa.

Til dæmis var ég að gera við Quad FM móttakara um daginn og átti til alla lampana í hann.

í dag eru Audio lampar, svo sannarlega,  í notkun og í framleiðslu.  Finnast í Gítar og Bassamögnurum, svo ég tali nú ekki um í „High End“ HiFi Audio græjum.

Maggi